Já þetta var mjög áhugavert og fróðlegt myndband, ég sá samt engin tengls milli greinar þinnar og kata. Vissulega var vel farið yfir “dauð form” en kata er allt annað.
Fyrst og fremst er líka tilgangur hverrar bardagalistar álitamál milli flestra, sérstaklega milli bardagalista sem hafa mismunandi áherslur og eru mjög, mjög ólíkar (standandi/liggjandi - vopn/vopnlaust etc.)
Allavega, Kata hefur verið stunduð í hundruðir ef ekki þúsundir ára og hefur virkað vel, en hafa þarf í huga að kata var aldrei hönnuð til þess að nota í bardaga. Kata var hönnuð til þess að halda líkamanum við með seríu af ákveðnum hreyfingum til þess eins að slípa þær jafnt sem hugan og halda manni við efnið þótt enginn æfingafélagi sé til staðar. Þannig það er skiljanlegt að þeir sem lifðu fyrir bardagalistir, bjuggu þær til og notuðu þær í alvöru aðstæðum uppá líf og dauða bjuggu líka til kata. Það er eðligleg þróun.
Kata getur verið fyrirframm ákveðin og líka freestyluð, shadow boxing er til dæmis gott dæmi um freestyle kata. En við nú á dögum höfum ekki tímann í allt þetta, við erum í skóla og vinnu og sjáum fyrir daglegum hlutum, þannig þeir sem vilja “berjast” í hringnum ættu ekki að vera spá alltof mikið í kata. Þeir sem vilja verða líkamlega fit og efla einbeitingu hugans ættu að velja sér skemmtilega kata bardagaíþrótt. Þetta er það sem kata var búin til fyrir, þetta er eðlileg þróun.
Ég sem persónulegt dæmi hef æft “lifandi” bardagalistir og bardalistir sem ganga næstum eingöngu útá kata, og ég get ekki annað sagt en það eflir hvort annað. Allir sem æfa eru ekkert að spá í að nota bardagalistina í að berjast, hvort sem það er útá götu eða í hringnum í fagmannlegum aðstæðum, samt virðist fólk oft ekki átta sig á að tilgangur sinn í bardagalist sé ekki sá eini.