BJJ er kennt í World Class, Laugum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 20:30. Það eru til aðrir staðir á Íslandi sem kenna eitthvað grappling og sumir eflaust góðir, þó ég hafi ekki farið á þessa staði nýlega.
BJJ í World Class, öðru nafni “SBG Iceland” (SBG = Straight Blast Gym), er er að kenna BJJ og MMA undir nafni fyrirtækisins SBGi (Straight Blast Gym International), sem hefur útibú út um allan heim. Við erum með kennararéttindi í BJJ og MMA frá þeim. Aðalþjálfarinn í SBG, sem búsettur er í Portland, Oregon í Bandaríkjunum, heitir Matt Thornton og er einn virtasti BJJ kennari í heimi. Hann hefur æft lengi með bæði Rickson Gracie og Randy Couture sem margir telja með bestu bardagamönnum allra tíma.
SBG dró uppruna sinn frá speki Bruce Lee en hefur færst nær engöngu í nútíma BJJ og MMA. SBG leggur áherslu á sjálfsvörn og bardagafærni fyrir ALLA en ekki bara þá sem hyggja á að keppa í Ultimate Fighting Championship eða einhverju líku.
Ég mæli með því að þú kíkir einfaldlega í prufutíma hjá okkur og athugi hvernig þú fílir þetta. Við erum líka að kenna kýlingar og spörk, þannig að hver veit nema að þú fáir nóg af því hjá okkur og þurfi ekki að æfa Kung Fu líka? Allir eru velkomnir.
Bestu kveðjur,
Jón Gunnar, kennari í BJJ og MMA í SBG Iceland.