Góðir punktar.
“Varla ertu haldinn þeirri grillu að meirihluti landsmanna séu einhverjir svaka skilled fighterar sem kunna öll svör við hlutum eins og trappling??”
Nei, þvert á móti.
“Þetta er líka aðeins kent sem ein af fjarlægðunum ásamt td. bjj sem að mun fleirri eru á að muni virka mun verr sem sjálfsvörn á götunni þar sem mörg slagsmál verða ekki bara 1 vs 1.”
Þetta meikar alveg sens og þess vegna (ásamt því að þetta er skemmtilegt) erum við í SBGi Iceland t.d. að kenna standup og clinch líka, en þetta er samt svið sem hefur verið erfitt að kanna, þ.e.a.s. margir á móti einum aðstæður - ólíkt einn á móti einum aðstæðum (UFC). Athugaðu samt að BJJ var þróað á götum Brasilíu, í götubardögum, og það eru mörg dæmi um það að BJJ menn hafi sigrað í hreinum götubardögum. Gracie fjölskyldan var t.d. þekkt fyrir að vera mjög góð í götubardögum. Þeir lentu stundum í fleiri en einum í einu og á móti vopnum en náðu samt að sigra.
Jafnvel þótt að það hljómi kannski eins og að það sé slæmt að slást á jörðinni í götubardaga, þá þarf það ekki endilega að vera satt - vegna þess að slíkar aðstæður hafa ekki verið kannaðar mjög vel. Ég legg til að einhver búi til keppni sem er lík UFC, fyrir utan að það verða einn góður bardagamaður á móti mörgum mun verri bardagamönnum :) Í alvörunni, þá held ég að það gæti kennt okkur margt.
Að lokum: BJJ gengur út á það að sigra andstæðinginn með því að byrja á því að koma sér í yfirburðastöðu gagnvart andstæðingnum, þ.e.a.s. að þú sért í góðri stöðu til að lemja hann eða setja í lás og að hann sé í engri stöðu til að meiða þig neitt alvarlega. Þar af leiðandi þarf maður ekki neitt að eyða löngum tíma í gólfinu til að sigra einhvern, eins og sumir halda kannski. BJJ maður gæti beygt sig niður undan höggi, skotið sér á lappirnar á andstæðingnum, fellt hann, pinnað hann niðri á bakinu með því að setja hné á maga, kýlt hann nokkrum sinnum til að vanka hann eða rota, og síðan staðið fljótt upp til að eiga við næsta andstæðing. Þetta þarf ekki að taka nema 5 sekúndur. (Og reyndar fór ég til Portland fyrir stuttu síðan þar sem ég sá góðan BJJ mann taka gólfglímu við tvo í einu og sigra þá báða :) ).
En ég hef samt trú á því að nútímabardagamaður - “all-round” bardagamaður ætti að kunna að verja sig bæði í gólfinu og standandi. Hvernig sem hann fer nákvæmlega að því er háð stíl hvers og eins. Það breytir samt ekki því að sum brögð eru betri en önnur ;)
Kveðja,
Jón Gunnar.