Hvítt, blátt, fjólublátt, brúnt, svart.
Þú færð ekki blátt belti fyrr en þú ert um það bil jafn góður og önnur blá belti í sparring. M.ö.o. þá þarftu ekki að sýna nein brögð í “beltaprófinu”. Þú þarft bara að geta gefið öðrum bláum beltum “game” í sparring, eins og þeir segja.
Það sama gildir um öll hin beltin. Þess vegna er það venjan að fólk með blá belti geti ekki sigrað fólk með fjólublá belti í sparring, t.d.
Ef þyngarmunurinn er ALLT of mikill, þá gildir þetta ekki endilega en það þarf þó yfirleitt að vera ótrúlegur þyngdar- og styrktarmunur til að hvítt belti geti unnið fjólublátt belti, eða blátt belti geti unnið brúnt belti.
Þetta er svona einföldun á beltakerfinu.
Jón Gunnar.