Rétt hjá þér, kata er bara orð úr japönsku og þýðir form. Kata er stuðst við til þess að ná valdi á hreyfingum og byggja þær rétt upp ásamt að þróa samhæfingu og rythma. Kata getur verið framkvæmt vopnalaust eða með vopnum, einstaklings eða fleiri og lítur mjög mismunandi út eftir bardagalistum.
Scientific fighting á Íslandi hefur sínar eigin kata, til þess að byggja upp samhæfingu og rythma. Til þess nota þeir stafina ú filippsísku bardagalistinni kali. Þetta er bara pjúra kata, sama hversu raunverulega þeir auglýsa sig sem meiri “alvöru” sjálfsvörn en aðrir þá mun maður aldrei labba með þessa staf á sér og lenda í sjálfsvarnar aðstæðum þar sem andstæðingurinn er “óvart” með svona stafi líka.
Kata er bara gamaldags orð sem er ekki nógu svalt lengur til þess að nota, allavega ekki fyrir iðkendur bardagalista í hinum nútíma vestræna heimi. Kata er oftast mjög mikilvægur partur af bardagalist og ég skil ekki af hverju þeir eru að skíta yfir þann hluta þótt mér sýnist þeir hafa prýðis eintak af kata sjálfir.