Áður en við förum að tala um stílana þá þarftu fyrst að vita hvernig vopn þú vilt læra á. Nema þú sért opinn fyrir öllu.
Tae kwon do er ekki best þegar kemur að spörkum þótt þeir sérhæfi sig í þeim, þeir eru bara bestir í tae kwon do spörkum. Ekki fara að hugsa um hvað er betra en allt annað, það eru algeng mistök. Bardagalistir sérhæfa sig í að gera manneskjuna betri í sinni bardagalist frekar en að gera hana betri í annarri bardagalist. Þó svo eitthver tegund bardagalistar ætti að vera “æðri” en önnur, þá gæti maður altént lent á kennara sem kennir hana ekki eins vel og annar kennari sem kennir sína “óæðri” bardagalist þannig hvar er tryggingin fyrir því að verða ósigrandi?
En aðalatriðið er að vera trúr æfingum sínum, því kennari leiðbeinir manni, en það er undir manni sjálfum komið að meðtaka og ástunda. Þetta er í grófum dráttum rökin fyrir frægum frasa handa þeim sem vilja byrja að æfa: "Veldu það sem hentar þér best".
Einsog hér hefur verið nefnst á þá er kennt á vopn í kung fu sem er kínversk bardagalist. Staðir sem kenna kung fu eru:
www.pumpingiron.is
www.heilsudrekinn.is
Japönsk vopn eru líka kennd hér á landi. Einhverjir karate stílar hafa vopnaburð en ég er ekki viss á þeim hér á landi, um að gera að forvitnast. Dæmi um japanskar bardagalistir sem innihalda vopnakennslu hér á landi:
Jujutsu - www.sjalfsvorn.is
Aikido - www.aikido.is
Svo er kennt kendo (japanska sverðfimi) og svo kyudo (japanska bogfimi) semsagt áherslan er eingöngu á vopninu.
Til eru líka vopn frá öðrum asíulöndum og jafnvel frá evrópu (ólympískar skylmingar) en ég treysti mér ekki að tjá mig um það þar sem ég veit voða lítið um þau málefni. Þeir sem lesa þetta svar mitt og vita meira en ég endilega tjá sig um það.
En aftur að rótunum, hvað ert þú að sækjast eftir í vopnaburðinum? Til þess að kunna eitthvað flott? Uppá sportið? Rækta líkama eða þroska huga? Fyrir sjálfsvörn eða bara einfaldlega forvitinn? Hafðu bara í huga að rannsaka vel í byrjun, og í sumum bardagalistunum er ekki byrjað að kenna á vopn fyrr en ákveðin færni án vopna er þróuð. Stundum er heldur ekki lagt áherslu á sérhæfingu, bara höfð með af því það er eftir gamla hættinum eða það er æft vel á þau nema ekki eftir gamla hættinum.
þú nefndist á Tae kwon do, hljómar sem góður staður fyrir fyrsta skrefið. Ef þú kemst að því að bardagalistir er eitthvað sem hentar þér varastu þá að detta út loksins eftir of mikið flakk milli prufutíma. Prófaðu margt, spurðu mikið og vandaðu hvar þú vilt festa ræturnar, þannig lærirðu betur á þetta og veist jafnvel enn betur hvort þetta á við þig eða ekki, eða þá skipta um bardagalist.