Tímarnir í Brazilian Jiu Jitsu eru klukkan 21:10 á mánudögum og miðvikudögum, klukkan 19:20 á fimmtudögum og klukkan 13:30 á laugardögum. Svo erum við með “opna tíma” á sunnudögum klukkan 17:00.
Fólki er algjörlega frjálst að mæta þegar því hentar. Sumir geta kannski bara æft tvisvar til þrisvar í viku.
Fyrstu fjórir tímarnir eru ókeypis. Þannig getur fólk séð nóg af BJJ til að komast að því hvort því líki þetta eða ekki.
Brazilian Jiu Jitsu (BJJ) og World Jiu Jitsu er verið að kenna í sama sal í sama húsi, þ.e.a.s. Faxafeni 8 (gengið inn bakdyramegin).
Við æfum í venjulegum íþróttafötum (stuttbuxur eða síðbuxur, stuttermabolir eða langermabolir - Karate gallar eru líka leyfilegir) og erum berfættir.
Kíktu endilega í tíma til að komast að því hvort þetta sé eitthvað sem henti þér! Ef þú hefur einhverjar spurningar, hringdu þá bara í mig, Jón Gunnar, í síma 892 0411.
Brazilian Jiu Jitsu er alveg frábær bardagalist og hentar öllum. Ég myndi tékka á því af hverju þú ert að missa áður en þú afskrifar hana.
Bestu kveðjur,
Jón Gunnar.