Kostnaðurinn er ekki vandamál, ég kynnt mér það. Áhuginn er það mikill hjá mér að ég læt ekki svoleiðis stöðva mig. Hinns vegar þá er ég sammála því hvers vegna það sé til kendo á íslandi ef það er ekki hægt að æfa það.
Sölvi(kennarinn) sagði mér samt að það væri vegna þess að hann væri í vaktarvinnu og væri að vinna á kvöldinn. En hann sagði líka að það væri kanski hægt að skjóta inn æfingu hér og þar, það er alveg nóg fyrir mig.
En ég hef ekki heyrt í honum eftir það. Hann kannski fæst til þess ef við áhugamenn ýtum við honum.
Það gerist ekkert ef að einginn óskar eftir æfingum.
Þannig að ég skora á fólk sem hefur áhuga á að æfa kendo að hafa samband við Sölva í síma 5533431 og spyrja hann um æfingar.
P.S.
Þeir eiga fullt af dóti sem þeir lána byrjendum á æfingum.