Ég vildi bara láta fólk vita að BJJ tíminn í kvöld, þ.e.a.s. 23. september, fellur niður í kvöld vegna þess að góðvinir okkar í Aikido-inu eru að fá erlendan (sænskan) kennara til sín í lok vikunnar og þurfa að nota salinn þá. Við óskum þeim velgengis á þessu námskeiði og vonum að allir skemmti sér vel þar.

Næsti tími í BJJ er sem sagt á laugardaginn klukkan 13:30-14:30. Upplýsingar um æfingartíma BJJ má finna hér: www.mma.is.

Að lokum vil ég hrósa þeim nemendum mínum sem hafa verið að byrja hjá mér nýlega. Það þarf visst hugrekki að halda áfram í tímum þar sem að fólki gengur YFIRLEITT ekki vel í sparring til að byrja með. En það er hluti af því að verða góður í BJJ. Maður þarf að byrja á því að tapa, tapa og tapa í sparring þangað til að maður byrjar loks að vinna oftar og oftar.

En mjög margt fólk hefur komið til mín í BJJ og orðið lang best í “gamnislag” í vinahóp sínum eftir aðeins EINN mánuð! Þá byrja vinirnir líka stundum að koma í BJJ :)

Það gerðist líka fyrir einhverju síðan að einn nemandi minn þurfti að nota BJJ kunnáttu sína til að verja sig á móti stærri og sterkari strák, og hann setti ruminn fljótt í handalás sem varð til þess að rumurinn gafst upp.

Jæja, nóg í bili.

Bless,
Jón Gunna