Ef að ég væri í götuslagsmálum og sæi augljóst “opening” fyrir einhvern lás, sem gæti vel endað slagsmálin, þá myndi ég taka hann. Ef ég skynja að andstæðingur minn er að reyna að slasa mig ALVARLEGA, þá myndi ég sennilega neyðast til að brjóta höndina (eða fótinn eða hvað það nú væri) ef hann myndi ekki gefast upp við lásinn. Athugið að LANG flestir gefast upp þegar þeir eru settir í lása. Þeir eru einfaldlega það sársaukafullir. Og ef þeir gefast ekki upp, þá verður það erfitt fyrir þá að slást áfram með einn útlim sem virkar ekki 100%.
Í grundvallaratriðum virkar sjálfsvörn á Íslandi (og í mörgum öðrum stöðum í heiminum) þannig að þú mátt ekki meiða árásarmanninn meira en þú telur (skynsamlega) að hann ætli að meiða þig. Ef þú er MJÖG viss um að árásarmaðurinn ætlar að stórslasa þig, þá hefur þú lagalegan rétt á að t.d. slá hann í rot eða brjóta höndina hans með lás. AÐEINS ÞÁ!
En ef að þú sérð að árásarmaðurinn er bara að “bögga” þig léttilega og sýnir ekki merki þess að berja þig til óbóta og reyna að setja þig á spítala, þá máttu ekki fara eins harkalega í slaginn.
Svo er munur á sjálfsvörn og “hefnd”. Það telst til dæmis EKKI sjálfsvörn ef að það er ráðist á þig eða einhvern annan og svo ferð þú, eða einhver annar, klukkutíma seinna og lemur árásarmanninn. Það kallast árás, eða hefnd.
Svo, eins og ég sagði áðan, getur verið erfitt að sanna hver “byrjaði” fyrir lögreglu eða rétti daginn eftir. Þess vegna eru götuslagsmál algjört rugl og ég mæli ekki með þeim fyrir neinn. Besta sjálfsvörn sem til er er að reyna sitt besta til að forðast aðstæður þar sem maður gæti lent í slagsmálum. Auðvitað er ekki hægt að gera það 100%, nema ef þú býrð á eyðieyju. En maður getur samt notað höfuðið. Svo virkar líka oft ágætlega að tala sig út úr slagsmálum og vera rólegur undir pressu.
Komið frekar á æfingu til okkar í BJJ (eða í Júdó, sem er þrusugóð bardagalist) og takið svolítið á félögum ykkar. Þar er allt í góðu og þar komist þið MIKLU frekar að því hversu góðir þið eruð í “slagsmálum”, heldur en á “götunni”. Mín skoðun.
Að lokum - ef maður kann á “choke” eða “kyrkingu” eða “hengingu”, þá eru þær ekki hættulegar, og oft öruggasta leiðin til að enda slagsmál. Rétt framkvæmd kyrking virkar ekki á súrefni, heldur blóðstreymi, og getur svæft árásarmanninn á undir 10 sekúndum. Ef maður sleppir takinu um leið og það líður yfir árásarmanninn, á ekki að verða neinn skaði. Ég hins vegar er ekki frá því að ég myndi frekar nota choke til að fá árásarmanninn til að gefast upp, frekar en að reyna að svæfa hann - alveg eins og með lása. Það færi sennilega eftir aðstæðum, en ég er almennt friðarsinni í mér og því er þetta skoðun mín á þessu. Athugið SAMT að kyrkingar eru EKKI eitthvað til að leika sér með til að láta fólk líða yfir sig. Gefið einhvers konar merki þegar þig gefist upp fyrir kyrkingu!
Kveðja,
Jón Gunnar.