:) Ég myndi nú ekki kalla þetta “nána” snertingu. Alla vegna fáið þið ekkert knús frá mér! ;) Bara handalása!
“3. Er ég til í að vera sleginn í andlitið?”
Góður punktur, en…
Athugið að við erum ekki beint að slá hvorn annan í andlitið á æfingunum, þó að það sé stundum svolítið “contact”. Þegar við æfum kýlingar og spörk, sem er ca 25-50% af tímanum, þá er allt gert með mikilli stjórn. Við erum EKKI í einhverjum “fight club” að reyna að kála hvorum öðrum. Við leyfum kannski létta löðrunga einn daginn (sem skaðar ekki neinn) eða setjum á okkur hanska og hlífar til að fólk finni ekki fyrir sársauka, bæði út af hlífunum og af því að við erum ekki að ÞRYKKJA í hvorn annan. Við erum líka að kenna það góða VÖRN gegn kýlingum að það gerist frekar sjaldan að maður fái einu sinni löðrung á kinnina. Þessi vörn, sem er AAAAGJÖRT leyndó, er frekar ný-uppgötvuð og er að gera allt vitlaust í MMA heiminum. Hún heitir “crazy monkey” :)
En við viljum þó að þetta sé frekar LÍKT því að slást. Ein besta leiðin til að læra um vopnlausa bardaga er að líkja eftir slíku en gera það á þannig hátt að líkur á meiðslum séu alveg í lágmarki.
Margir halda að það sé ekki HÆGT að gera slíkt og “sparra” því aldrei (“sparring” er í raun og veru svipað og “gamnislagur”, þar sem við leyfum stundum högg, stundum ekki, og stundum byrjum við á hnjánum þegar við viljum leggja áherslu á lása og önnur brögð í gólfinu). En það er alrangt, því við gerum það á hverri æfingu, rétt eins og aðrir BJJ skólar út um allan heim. Hnefaleika gym gera það sama, sem og Júdó, sumir Karate skólar, Muay Thai, o.fl. Ef þið trúið mér ekki, kíkið bara á æfingu. Slys SJÁST varla hjá okkur.
Annað - ekki láta hugfallast þó að ykkur gangi ekki vel í sparring á fyrstu BJJ æfingunum ykkar. Trúið mér þegar ég segi ykkur að þetta er mjög fljótt að koma. Ég hef séð það gerast hjá flestum sem koma til okkar.
“4. Skiptir máli hvort ég fæ að vera í svölum búning eða ekki?”
Hei! Við Bjarni erum að vinna að því að hanna svölustu búninga sem þið finnið! Bæði t-boli og svokallaða “rash guards” (sem er svolítið eins og brimbrettafatnaður).
:)
Tékkið á www.mma.is bráðlega því að það koma fljótt nokkrar uppfærslur á henni. Meðal annars ætlum við að fleygja inn nokkrum sérlega glæsilegum myndum frá æfingum, sem útskýra svolítið betur hvað við erum að gera.