Þetta skiptist í þrennt! Standandi, clinch og gólf/götu.
Í standandi stöðunni kennum við t.d. Crazy Monkey, sem er snilldar varnarkerfi gegn kýlingum og olnbogum, svo líka að nota hendurnar og olnbogana.
Clinch er nokkurn veginn standandi glíma, mikið tekið úr Grísk-Rómverskri glímu, sem er mjög áhrifarík til að ná stjórn á andstæðingnum. Hvort sem er til að stilla andstæðingnum upp fyrir högg eða til að taka hann niður.
Og í gólfinu kennum við Brasilískt Jiu Jitsu.
Við erum bara með “brögð” sem að hafa sýnt sig og sannað að virka, bæði í raunverulegum aðstæðum og í keppnum á borð við UFC, Pride o.fl. Ef það er eitthvað sem lítur vel út en virkar ekki þá erum við ekki með það!!!
Bjadni