K-1 á sýn, frh.
Já, það var býsna skrautlegt að heyra í Bubba Morthens lýsandi K-1 á sýn í gærkvöldi. Af því sem ég heyrði, fannst mér bara fyndið. Nú tek ég mér þá afstöðu að vera lögfræðingur djöfulsins: Ég sá einn bardaga, þ.e. Akebono vs. Musashi. Akebono er akfeitur fyrrv. Sumoglímumaður á meðan Musashi er japönsk Karate þjóðarhetja. Ég byrjaði að horfa á nýlega eftir að Akebono hafði ráðist á Musashi liggjandi. Fyrir það fær maður rautt spjald og/eða brottvísun. Musashi hefði getað hætt og sigrað en ákvað að halda áfram. Svo var Bubbi að hneykslast yfir því hve lengi Musashi væri að jafna sig og kallaði hann ræfil eða álíka. Þess má geta að Musashi er þekktur fyrir að vera einn harðasti japanski K-1 fighterinn. Alla vega, fyrir þá sem þekkja K-1 reglur vita að eftir að einhver fær rautt spjald er ómögulegt fyrir viðkomandi að vinna á stigum, þannig eina leiðin fyrir Akebono var að rota hann eða fá TKO. Musashi tókst vel til að þrauka í gegnum þetta þannig stigin fóru í dómara. Bubbi greinilega þekkir ekki reglurnar því hann vissi ekki hver hefði unnið. Svo í miðjum bardaganum var hann að rugla nöfnunum saman á þeim. En það skiptir ekki öllu máli. Ég hafði mjög gaman af honum sem kynnir og skemmti mér konunglega yfir þessu öllu saman. Ég segi að ég vilji frekar hafa mann sem getur haldið uppi stemningu sem veit lítið, heldur en mann sem veit mikið og drepleiðinlegur kynnir. Þó er best að hafa bæði. Þeir sem hafa heyrt kynnirinn í K-1 á eurosport vita hvað ég er að tala um ;)