Ju Jutsu, Ju Jitsu eða Jiu jitsu ( Japanska “hin mjúka list”), bardagatækni sem þróuð var af “bushi” sem voru einhverskonar “riddarar” á Kamakura tímabilinu (1185-1333) í Japan. Tilgangurinn með þessari tækni er sá að óvopnaðir menn gætu varist vopnuðum óvinum. Því var þessi tækni þannig úr garði gerð, að hægt væri að gera menn óvíga, slasa íllilega eða hreinlega drepa. Þessi tækni þróaðist úr fornu formi / tækni sem kallast Kumi-Tachi eða yawara, og er þeirri tækni lýst í riti sem kallast Konjaku Monogatari, sem var ritað á 12. öld. Ju Jitsu varð að bardagalist (Martial Art) á Edo tímabilinu (1600-1868), þegar friður ríkti í Japan. Margir skólar voru settir á fót af Ronin sem voru Samúræjar án höfðingja (Masterless Samurai) og dreifðist íþróttin ef íþrótt skal kalla, hratt um landið. Við upphaf Meiji tímabilsins - (1868-1912) þegar Samúræjum var meinað að bera sverð og bardagar á milli hefðarætta voru bannaðir, var Jiu jitsu útfært í það form sem það þekkist í dag. Ju Jitsu hafði á þessum tíma slæmt orð á sér og var iðulega tengt við útlaga og glæpamenn. Árið 1882, þróaði Dr. Kano Jigoro íþróttina “hin mjúka leið” eða Judo.<br><br>Ave Amicus
<a href="http://www.sjalfsvorn.is">Sjálfsvarnarskóli Íslands</a