Ég skal með glöðu geði segja þér að ég (sem er sá eini sem er að kenna BJJ í Faxafeni, og á Íslandi, held ég) er ekki með neitt belti í BJJ. Ég myndi því flokkast sem hvítt belti. Ég veit bara um 2 íslenska stráka sem hafa náð fyrsta beltinu í BJJ (það er bláa beltið) og þeir fengu það eftir mikla þjálfun í útlöndum. Annar þeirra æfir stundum með okkur og hinn er hættur að æfa.
Athugaðu að það er verið að kenna einhversskonar submission grappling eða MMA (Mixed Martial Arts (= “freefight”)) í Pumping Iron. Ég veit því miður ekki nákvæmlega hvað þeir eru að læra þarna en ég veit að það eru nokkrir góðir glímumenn (“grapplers”) þarna, og góðir strákar líka. Ég er því ekki sá EINI á landinu sem er að kenna grappling. Svo að lokum eru til nokkrir Júdó klúbbar hérlendis (t.d. Júdófélag Ármanns og Júdófélag Reykjavíkur) og þar muntu einnig finna marga mjög góða glímumenn og reynda þjálfara. Helsti munurinn á Júdó og BJJ-inu sem ég er að kenna er sá að við leggjum meiri áherslu á gólfglímu en standandi glímu og að við leyfum ekki fólki að grípa í föt (jafnvel þótt við æfum í venjulegum íþróttafötum).
Ég vil ALLS ekki vera að koma að stað neinum sögum um að ég sé eitthvað betri en ég er í grappling eða að ég sé með eitthvað belti eða kennsluréttindi í BJJ, vegna þess að ég er það ekki. HINS VEGAR, þá hvet ég áhugasama til að mæta á æfingu hjá mér og athuga hvort að þetta geti verið eitthvað fyrir þá. Ég hef fulla trú á því að það sem ég er að kenna sé mjög sambærilegt við þá kennslu sem fólk fær úti í heimi frá reyndari kennurum. Ég tel mig geta kennt fólki í svona ca. 2 ár, alla vegna, eins og stendur. Ég er alltaf að bæta við þekkingu mína og er að vinna hratt í því að geta kennt fólki lengur en 2 ár. Ég er ekki bara að kenna, ég er líka að læra og æfa og verða betri sjálfur.
Allir þeir nemendur sem ég hef haft, hafa verið mjög ánægðir með kennsluna og tímana og hafa skemmt sér konunglega. Þetta er ekki einhver “underground fight club”, heldur er þetta staður þar sem fólk sem hefur áhuga á MMA, UFC, BJJ, submission grappling, o.s.frv., getur komið og lært grunninn í þessum hlutum og gott það. Það er líka mjög góður mórall hjá okkur og ég sé til þess að hann haldist, með því að leyfa í raun ekki annað :)
Ég hef lært það sem ég kann í BJJ/MMA með því að a) kaupa óteljandi mörg kennslumyndbönd og bækur í þessu, b) horfa á þau aftur og aftur, c) sparra mikið og prufa brögðin í sparring á æfingum og d) eyða miklum tíma á HVERJUM DEGI í að spyrja spurninga á BJJ spjallrásum, þ.e.a.s. spurningar um tæknina í BJJ. Ég er að tala um marga klukkutíma á hverjum degi sem fara í að læra BJJ frá þessum miðlum (spólunum og netinu).
Það er svolítið erfitt fyrir mig að útskýra þetta frekar, vegna þess að ég veit að þetta er svolítið skrýtin aðstaða sem ég er í (læra af spólum og bjóða öðrum að læra með mér), en kíktu bara á æfingu á Faxafeni 8 (klukkan 21:30 á þriðjudögum og fimmtudögum) og athugaðu hvort þetta sé eitthvað fyrir þig.
Kveðja,
Jón Gunnar.