Við samþykkjum flestar kannanir, þó ekki allar.
Það eru ekki margar kannanir núna til, svo að við samþykkjum flestar í dag. Við höfum oft samþykkt ílla skrifaðar kannanir vegna þess að við getum lagað þær eftirá. Þ.e.a.s. við getum lagað þær þegar þær koma í loftið og ekki fyrr. En það kemur líka fyrir að við gleymum því svo og þessar kannanir eru í loftinu eins og þær komu inn, (ílla skrifaðar). Það er það sem gerðist í þessu tilfelli.
Það þarf að vera ágæt ástæða fyrir því að samþykkja ekki kannanir. Þar sem öllum opið að senda inn spurningar í formi kannana sem þeim þykir áhugavert að fá svör við.
Semsagt í stuttu máli:
* Það eru fáar kannanir til núna.
* Við getum fyrst lagað þær eftir að þær koma í loftið og þurfum því að samþykkja þær fyrst þó að þær séu ílla skrifaðar.
* Það þarf góða ástæðu til þess að samþykkja ekki kannanir.
Ég hvet svo fólk til að senda inn góðar kannanir í framhaldi af þessari umræðu.
kveðja
Loco