Heyr, heyr! Hann á svo sannarlega allt þetta hrós skilið og meira til! “Pílagrímur” er gott orð í þessu samhengi því að drengurinn hefur lagt svakalega mikið á sig til að ná þessum merka árangri. Hann er kvatning fyrir aðra til að feta í fótspor sín. Ég vona að þetta verði til þess að fleiri ískallar og ískellingar af klakanum næli sér í BJJ belti í náinni framtíð.
Ég hef heyrt að blá belti frá Chris Brennan gangi mjög vel í öllum submission grappling keppnum og að hann sé ekki að gefa neinum belti sem á það ekki örugglega skilið. Ég glímdi líka við Kára seinasta þriðjudag og get vottað fyrir því að þar fer góður grappler á ferð með góða alhliða tækni í brasilísku jiu jitsu. Svo að ég noti nokkur BJJ hugtök, þá var hann fyrir með hættulegt “triangle choke” bragð og hefur greinilega komið “kimura” bragðinu sínu upp á all svakalegt level, eins og ég fékk að finna fyrir á síðustu æfingu.
(btw. - ég sá beltið persónulega. Það var mjög flott og blátt ;) )