TAEKWONDO –DEILD ÁRMANNS TILKYNNIR
Íslandsmótið í sparring verður haldið þann 17. april keppni hefst 10:00 húsið opnar 9:00
Íslandsmótið í poomse verður haldið þann 18. april keppni hefst 11:00 húsið opnar 10:00
Staðsetning:
Mótin fara fram í Íþróttahúsinu við Hagaskóla,
Fornhaga 1, 107 Reykjavík
(Beint á móti Neskirkju, hinum megin við götuna hjá Melaskóla)
Sparring:
Keppt verður eftir nýjustu WTF reglum sem farið er yfir í dómaranámskeiðinu 27. mars.
Aldursflokkar verða:
Minior: 13-15 ára
Junior: 16-17 ára
Senior: 18+
Í minior og junior flokkum verður keppt í 2 þyngdarflokkum. Þeir verða ákveðnir þegar skráningar berast til að hafa jafnt í flokkum.
Keppt verður í ólympískum þyndarflokkum karla og kvenna*.
Karlar: +80
80-68
68-58
-58
Konur: +67
67-57
57-49
-49
Beltaflokkar:
Skipt verður í flokka eftir beltunum, blátt belti og niður, og rauð rönd og upp.
Opin flokkur:
Keppt verður í opnum flokki fullorðinna í sparring.
Keppt yrði í þessum flokkum í lok móts þegar öll önnur úrslit eru ráðin.
Þetta er gert víðsvegar á mótum erlendis en hefur ekki verið gert á íslandi. Þetta er nýr
og spennandi möguleiki fyrir keppendur. Þáttakendur fá að keppa fleiri bardaga og
geta þannig aflað sér meiri reynslu. Getur komið sér vel fyrir þá keppendur sem detta út í fyrstu umferð í sínum
flokki.
Þá er um einn flokk að ræða hjá konum og körlum. Hver barðdagi fyrir sig er útsláttarkeppni þar sem sigurvegarinn kemst áfram í næstu umferð.
Vigtun:
Vigtun fyrir mótið mun fara fram föstudagskvöldið 16. apríl á mótsstað frá kl 21:00-22:30. Þeir sem ekki koma þá geta vigtast um morguninn áður en að mótið byrjar og greitt 500 kr sekt.
Keppni í sparring hefst kl 10:00 og er keppendum ráðlagt að mæta tímanlega.
Keppt verður á tveimur gólfum.
Á öðru gólfinu hefst keppni í minior flokkum en á hinu hefst keppni í fullorðins flokkum.
ATH Þeir sem ekki láta vigta sig hafa fyrirgert keppnisrétt sínum.
Poomse:
Keppt verður í tveimur flokkum.
Rauð rönd og upp, blátt og niður.
Einnig verður keppt í hópa- og parakeppni. Í para- og hópakeppni eru opnir flokkar.
Keppnin hefst kl 11:00.
Keppnisgjald:
Sparring: 2500 kr
Poomse: 1500 kr
Báðar greinar: 3500 kr
ATH Í poomse er hægt að taka þátt í öllum 3 greinum fyrir 1500 kr.
* Mótshaldarar áskilja sér rétt á breytingum á flokkum án fyrirvara.
Frestur til að senda skáningar og keppnisgjöld inn er miðnætti miðvikudaginn 14.apríl.
Bjarni Már