Miðað við hvað mikið hefur verið sótt á hnefaleika undanfarið í fjölmiðlum myndi ég segja að það væri ekki góð hugmynd. UFC keppnir innihalda jú hnefaleika ásamt öðru og Ísland er rétt að byrja með boxið. Ég held að það sé ekkert verra að fara varlega í þær sakir. Þar að auki væri skynsamlegast að fólk sem hefur áhuga á að keppa í slíku sporti ÆFI það í einhverja mánuði áður en það fer að keppa í því og endi með að slasa sig og aðra.
Hins vegar geturðu æft eitthvað sem kemst nálægt þessu á nokkrum stöðum á landinu. Sem dæmi má nefna box, júdó, brasilískt jiu jitsu og shootfighting. Ekki misskilja mig, þó. Ég hef sjálfur mikinn áhuga á UFC (Ultimate Fighting Championship, fyrir þá sem vita ekki hvað þetta er) og þessháttar keppnum, þar sem maður getur fengið hugmyndir um hvernig hin ýmsu bardagalistabrögð virka á móti andstæðingi sem streytist á móti.