Ég gæti varla haft meiri áhuga :)
Er er einhver séns á að þetta geti gerst? Hann kennir MMA fólki, já, og hann leggur mikla áherslu á Brazilian Jiu Jitsu, Muay Thai, boxing og wrestling. Þessar bardagalistir eru hans grunnur að hans JKD.
Ég er reyndar í net-sambandi við þennan mann (spjölluðum saman í gær, t.d.) og hef verið að spyrja hann spurninga á spjallrásum og í gegn um email við og við til að hjálpa mér og þeim okkar sem erum að fikta við BJJ í Faxafeni. Ef þú vilt spjalla um þetta við mig þá er síminn minn 892 0411. Ekki málið.
Ég veit til þess að þessi maður er einn sá besti og virtasti BJJ og MMA kennari í heiminum í dag og hefur verið að þjálfa MMA menn eins og Randy Couture, núverandi léttþungameistarann í Ultimate Fighting Championship. Matt Thornton er líka svarbeltingur í brasilísku Jiu Jitsu. Hann leggur mikla áherslu á “alive training” eins og hann kallar það. Ég er alltaf til í að læra af sem flestum, þannig að ég væri til í þetta. Athugaðu samt að ég hef fundið fyrir því að margt fólk er svolítið félítið eftir jólin og því væri kannski vert að bíða með þetta í fáeina mánuði.
Frábær hugmynd!