Við samþykkjum flestar kannanir, þó ekki allar.
Við höfum oft samþykkt ílla skrifaðar kannanir vegna þess að við getum lagað þær eftirá. Þ.e.a.s. við getum lagað þær þegar þær koma í loftið og ekki fyrr. En það kemur líka fyrir að könnunin fer í loftið eins og hún kom inn, og við náum ekki að laga hana fyrr en við loggum okkur næst inn, og því getur hún litið ílla út í byrjun, semsagt ílla skrifuð. En við reynum hvað við getum að fixa þær til þegar við loggum okkur inn.
Það þarf einnig að vera ágæt ástæða fyrir því að samþykkja ekki kannanir. Þar sem öllum opið að senda inn spurningar í formi kannana sem þeim þykir áhugavert að fá svör við. Við viljum að sem flestir hafi möguleika á því að senda inn efni, og því reynum við hvað við getum að fixa það til þegar það fer í loftið (þ.e.a.s. kannanir, því við getum ekki lagað annað efni).
Semsagt í stuttu máli:
* Við getum fyrst lagað þær eftir að þær koma í loftið og þurfum því að samþykkja þær fyrst þó að þær séu ílla skrifaðar.
* Það þarf góða ástæðu til þess að samþykkja ekki kannanir.
Ég hvet svo fólk til að senda inn góðar kannanir í framhaldi af þessari umræðu.
kveðja
Loco