Hérna er smá lýsing á því hvað BJJ er:
http://www.hugi.is/martial_arts/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1058441&iBoardID=343&iStart=100Kíktu endilega í prufutíma, eða komdu bara og horfðu á. Ég held að þetta sé einmitt eitthvað fyrir fólk sem hefur áhuga á svona “jaðar-áhugamálum” eins og afró dans t.d.
KJARNINN í fræði BJJ snýst um hvernig er hægt að áorka sem mestu fyrir sem minnst. Ef ég má nota samlíkingu þá er hægt að opna hurð á auðveldan hátt og á erfiðan hátt. Það er auðveldast að opna hurð ef þú hallar þér svolítið á hana og notar líkamsþungann en ekki bara handleggsstyrk. Einnig er ekki sama HVAR þú ýtir á hurðina.
Í BJJ er mikið um HRINGHREYFINGAR. Til að losa sig úr tökum og einnig til að fara ekki beint á móti styrk andstæðingsins, þá notum við hringhreyfingar. Dæmi, til að losa sig frá því að andstæðingurinn grípi í úlnliðinn þinn eða ökklann þinn, þá hreyfirðu ulnliðinn (eða ökklann) í hring. Það eru aðrar leiðir til líka…
Það er líka mikið spáð í rétta líkamsstöðu í BJJ tækninni, til að halda jafnvægi og til að hafa líkamsþungann á réttum stað svo að þú getir haldið andstæðingnum föstum. Ef þú ert til dæmis að halda einhverjum niðri á jörðinni, er mikilvægt að þú sért með þyngdarpunktinn neðarlega fyrir jafnvægi og að þyngd þín sé beint yfir bringu andstæðingsins. Það er meira sem þarf, en ég hef ekki tíma til að skrifa það hér. Í stuttu máli skiptir rétt líkamsbeiting mjög miklu máli í BJJ. Það að hafa góða TÆKNI er mikilvægara en allt annað, þó að aðrir hlutir eins og úthald, liðleiki og styrkur geti hjálpað.
Þú getur líka sent mér tölvupóst á j_g_thorarinsson@hotmail.com eða bara hringt í mig og spurt mig spjörunum úr í síma 892 0411.
Kveðja,
Jón Gunnar.