frá mér séð þá liggur munurinn aðallega í tvennu. A hvernig tæknirnar eru útfærðar, og B hugmyndafræðinni á bakvið íþróttina. Tæknir í aikido eru heldur mýkri en í JJ og reynt að sýna mótherjanum leiðina sem þú vilt að hann fari frekar en að ýta honum. Aikido er aðallega byggt upp af lásum og köstum, en engar kyrkingar eru í því eins og einhver nefndi hér. Einnig er þónokkuð vopnaprógramm í aikido enda voru margir af eldri aikido meisturunum líka í ýmsum sverðaskólum eins og t.d. katori shinto ryu. Vopnaprógrammið inniheldur jo, bokken og tanto. Í prógramminu eru grunnæfingar, kata, paraæfingar og afvopnanir. Vopnin styðja svo vel við líkamstæknina (tai jitsu) þegar kemur að gripárásum og að ýmsum fjarlægðar pælingum.
Hvað hugmyndafræðina á bakvið aikido varðar, þá er hún ólík því sem gerist í mörgum öðrum m.a. Engar árásir eru í aikido, enda er enginn sérstakur tilgangur með þeim fyrir þau okkar sem ekki hyggja á frama í UFC eða þvíumlíku. Einnig miða tæknir að því að báðir aðilar geti staðið upp óskaddaðir þegar yfir líkur.
En að sjálfsögðu er best að prófa. Aikikai Reykjavík verður með kynningartíma 1. og 3. sept kl 18:00 í Faxafeni 8 þar sem allir geta komið og verið með, nánari upplýsingar eru á www.aikido.is , á þessari slóð má má finna nokkur sýnidæmi
http://www.fiski.net/~palmi/aikido/ Varðandi WJJ þá má finna upplýsingar um það á www.sjalfsvorn.is þeir byrja líka með námskeið í september.