Hann var á tímabili “rankaður” sem númer 1 í MMA þungaviktaflokkinum, eftir að hafa sigrað freestyle wrestling manninn Mark Kerr með hnéi í andlit (frá front headlock stöðu á gólfinu, minnir mig). Spurning hvort að Kerr hefði sigrað hann ef hann hefði ekki reynt að BOXA við Igor fyrst, sem voru mikil mistök.
Igor V. (reyni aldrei að skrifa seinna nafnið, hehe) er alveg bókað einn af skemmtilegustu og bestu bardagamönnum sem ég hef séð. Það var rosalegt að sjá hann taka górillur (þ.e. helmingi stærri menn en hann sjálfur) eins og Paul “the polar bear” Varleans (stafsetning?) í karphúsið.
Igor er góður bæði í standup og gólfglímu en hefur kosið að fókusera á standup, mest megnis box og svo Muay Thai. Höggin hans eru rosaleg og úthaldið með því besta sem maður sér. Hann er á margan hátt svipaður fighter og Maurice Smith, þ.e.a.s. hann er standup gaur, en hefur mjög góða vörn á gólfinu. Hann er góður í að forðast lása og kyrkingar og lætur ekki hvern sem er lemja sig í gólfinu, enda vanur almennilegum höggum. Síðustu töp hans hafa verið á móti Mario Sperry (lenti í side choke) og Quinton “Rampage” Jackson (meiddi sig í bardaganum og varð að hætta, minnir mig).