Reyndar er þetta ekki alveg rétt hjá þér Khan minn, Shoot-fighting á rætur sínar í fjölbragða glímu snemma á 20. öldinni, þegar menn fóru að ákveða úrslit fyrirfram var gerður greinarmunur á milli “works”(fyrirfram ákveðið) og “shoots”(ekta bardagar). Einn besti “Shooter” bandaríkjanna, Frank Gotch fór til Japan og kenndi þar sína útgáfu af uppgjafarglímu og vann nokkra ansi góða Judo/Jiu-Jitsu stílista. Japanir bera mikla virðingu fyrir Gotch og lærðu mikið af honum. Shoot-Wrestling er semsagt ekta wrestling með lásum. Svo þegar menn bættu inn Jiu-Jitsu lásum og Muay Thai höggum og spörkum breyttist Shoot-Wrestling yfir í Shoot-Fighting. Shooto keppnin var nær eingöngu shootfighterar til að byrja með en BJJ menn hafa sett sitt mark á hana undanfarin ár eins og á flestum öðrum stöðum. Prinsippin á bak við Shootfighting/Shootwrestling eru dálítið ólík BJJ/Judo að ýmsu leiti þó að flestir lásarnir séu þeir sömu. Í grundvallaratriðum eru Shootfighers mun tregari til að berjast á bakinu heldur en BJJ menn