Nú, það hlýtur að vera Mojo-ið! Öllum æfingasölum fylgir mismunandi Mojo og þar afleiðandi mismunandi lykt.
Ef ég væri vísindalega sinnaður kæmi ég með einhverja fáránlega útskýringu eins og mismunandi byggingarefni og þess háttar. Salur með steyptum veggjum tekur mun minna í sig af lykt en t.d. salur með tréveggjum. Gifsveggir taka enn minna í sig þar sem þeir eru úr “dauðu” efni eins og steypan er. Júdó-salir eiga það líka til að “lykta” meira en aðrir og þá sérstaklega ef þeir eru útbúnir júdó-dýnum (gömlum og slitnum). Annars var alltaf mikil og góð lykt í gamla salnum í Gallerý Sport hér um árið en eins og eflaust einhverjir hér muna var sá salur með júdó-dýnum á gólfinu, trérimlum á veggjum og lítilli loftræstingu í kjallara. Uppskrift að “lykt”. Þetta er áhugaverð pæling, lyktin venst svo vel að maður hættir að pæla í henni þangað til einhver bendir manni á hana. Þetta er eitt það versta við að flytja í nýtt húsnæði, það er ekkert Mojo til að byrja með en eina leiðin til að bæta úr því er einfaldlega að taka á því og svitna!
Miklu striti
fylgir oft mikill sviti
sagði eitt sinn maður
sem vissi sínu viti.
SeungSang