Jet Li hefur komið fram í viðtölum og sagt sjálfur að hann kunni í rauninni ekki að slást. Hann er leikari og fimleika-maður. Já hann lærði við óperuskólann í Peking eins og Jackie Chan, það er skóli sem flestir Kung-Fu leikarar læra við, allavega þeir góðu. Bíómyndir eru enginn mælikvarði á getu í bardaga. Jet Li er wu-shu artist, ekki wu-shu fighter. Í mínum augum eru þessir Hong-Kong myndagaurar í svipuðum flokki og ballett dansarar, bara fallegur dans. Bruce Lee var góður fighter, enginn vafi, en hann viðurkenndi fúslega að þau múv sem að hann notaði í myndunum sínum væru allt öðruvísi en það sem að hann notaði í bardögum. Ekki halda að þó að Bruce hafi unnið alla sína challenge matches að hann hafi gert það með bíóstílnum sínum. Bíóstíllinn er flashy, en Jeet Kun Do stíllinn sem að hann notaði í alvörunni er miklu harðari og minna flashy.
Allar þessar pælingar með Jet Li, Jackie Chan og eru tilgangslausar. Þessir menn eru ekki sannir bardagamenn og hafa aldrei haft áhuga á að vera stimplaðir sem slíkir.