Mætingin í BJJ tímana hefur verið svolítið slöpp undanfarnar 2 vikur eða svo. Þetta er svo sem skiljanlegt vegna þess að þetta byrjaði hjá nokkrum strákum að læra af spólum og var bara auglýst á Huga en hvergi annars staðar. Fólk hefur verið í prófum og einhverjir hafa farið í frí til útlanda.
Við þurfum á því að halda að fleiri fólk mæti alla vegna í prufutíma (sem er ókeypis) til þess að það verði meira úr þessu.
Ég hef verið á leiðinni í u.þ.b. 2 vikur að klára BJJ auglýsingu sem við munum dreifa í skólum og líkamsræktarstöðum. Ég vona að það verði til þess að BJJ geti dafnað á Íslandi og standi áfram til boða í vetur og helst ár eftir ár. Tilraunir eins og þessi hafa verið gerðar áður fyrir alls konar hluti og hin sorglega staðreynd er að þær mistakast fyrr eða síðar í 99% tilfella.
Ég ætla því að nota tækifærið fyrir efasemdarmenn (ef þeir eru einhverjir) og vitna í Blues Brothers kvikmyndina:
“We're on a a mission from god”.
Brazilian Jiu Jitsu á Íslandi er bara rétt að byrja…