By the way, þá verður í næsta tíma (í kvöld) farið í “mount” stöðuna, sem er sennilega besta staðan sem maður getur verið í í bardaga. Þá er maður ofan á andstæðingnum með hnéin sitt hvoru megin við hann. Við ætlum að fara í það að HALDA þessari stöðu þegar andstæðingurinn er að reyna að ýta manni af og sleppa. Einnig förum við í lása og kyrkingar frá þessari stöðu. Það má vera að við höfum tíma fyrir smá upprifjun úr seinasta tíma sem upphitun, en það var líka fínt seinast að hita upp á box púðunum.
Að lokum munum við kannski hafa smá tíma til að kíkja örlítið á leiðir til að sleppa úr head lock frá “undir side mount” og að sleppa úr guillotine choke frá guard.