Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort að ekki sé kominn tími á að menn geti farið að tala um BJJ og skylda hluti án þess að þurfa endalaust að vera að sletta. Þetta er orðið svolítið ruglandi þar sem að frasar á ensku, portúgölsku og japönsku eru notaðir í einum hrærigraut.

Hér eru mínar hugmyndir um íslensk orð sem gætu hentað best.
(mörg eru augljós, önnur ekki, ég skal reyna að rökstyðja)

Stílar O.fl.

Wrestling = Glíma
Greco-Roman Wrestling = Grísk Rómversk Glíma
Freestyle Wrestling = Frjáls Glíma
Submission Wrestling = Uppgjafaglíma
Grappling = Fangbröð
Brazilian Jiu-Jitsu = Brasílískt Jiu-Jitsu
Mixed Martial Arts - Blandaðar Bardagalistir
Muay Thai = Taílenskt Box
Kick-Box = Spark Box
Sambo = Sambo
Ground n´Pound = Fellogflengja ;-)

Heiti á lásum og stellingum

Full Guard = Full vörn
Half Guard = Hálf Vörn
Butterfly Guard = Fiðrildisvörn
Spider Guard = Köngulóarvörn
Side Control = Hliðar stórn
Full Mount = Full Stjórn
North/South = Norður Suður (döh!)

Sweep = Svipting (þ.e guard sweep yrði varnar svipting)
Passing the guard = Varnar brot
Clinch = Hryggspenna
Armbar = Olnbogalás
Kneebar = Hnélás
Kimura = Kimura (Af virðingu við Júdókappann Kimura skýrðu Gracie menn lásinn eftir honum. Legg ég hérmeð til að það haldist)
Achilles Hold = Hásinatak
Heel Hook = Hælkrókur (gæti ruglað gamalreynda bændaglímumenn en what the hell…..)
Toe Hold = Ristartak (Toe Hold hefur í raun aldrei verið fullkomlega accurate nafn að mínu mati)
Rear Naked Choke = Bakhenging
Gi Chokes = Kraga hengingar
Neck Crank = Hálsspenna
Calf Cruncher = Kálfapressa
Uma Plata = ehhh…. einhverjar tillögur?


Það vantar örugglega helling inní þennan lista og sumar tillögurnar er örugglega hægt að bæta. Endilega sendið inn ykkar!