Já, þetta gæti auðvitað virkað í smá stund en sá sem heldur þarf þá að vera töluvert sterkari og verður að ná vel utan um viðkomandi til að geta læst höndum um hann. Því næst væri hentugt fyrir HANN að lækka þyngdarpunktinn og buga árásarmanninn þannig í jörðina, ef mikill styrktarmunur er, þá ætti hann að geta reddað þessu þegar þangað er komið, svo lengi sem árásarmaðurinn sé ekki vanur grapplari… Annars gæti þetta nú verið varasöm aðferð þar sem að í fyrsta lagi eru svona götuslagsmál (sem ég reikna með að sé verið að tala um núna) oftast ekki bara 1on1… Einnig held ég að það sé misskilningur að árásarmaðurinn gæti engum höggum náð þegar í þessa stöðu er komið, t.d. gæti hann skallað eins og boxarar gera (þegar til þess kemur), eða eins og Jón Gunnar segir, notað lappirnar, hann gæti valdið mjög miklum usla með þeim, þá sérstaklega hnénu…