Fyrst að þú segir “kreistir svo fast…” þá dettur mér í hug hvort þú sért frekar að tala um svokallaðan “head lock” en kyrkingu (eða hengingu eins og þeir segja í júdó).
Head lock er ekki kyrking heldur grípur maður fyrir aftan höfuð andstæðingsins og togar fast. Þetta er í raun og veru eins og teygjuæfing nema að hún er gerð miklu fastar og þess vegna er hún óþægileg, oft nógu óþægileg til að maður gefist upp.
Hins vegar er head lock ekki nærri því eins gott bragð og góð kyrking. Það er mun auðveldara að losa sig úr head lock en kyrkingu, ef þú veist hvernig á að fara að því.
Ef þetta var kyrking á hálsinn, þá er alveg rétt það sem Khan var að segja. Með því að gera eins og hann sagði þá ertu að reyna að koma í veg fyrir að hann nái kyrkingunni. Það er mun erfiðara að sleppa úr henni þegar hún er næstum því komin á, heldur en þegar hún er á frumstigi. Maður ætti alltaf að reyna að sleppa frá brögðum þegar þau eru á frumstigi; það er auðveldara.
Ef þetta var hins vegar head lock, þá væri gott að fá mun nákvæmari útskýringu á því hvar vinur þinn var staðsettur miðað við þig (var hann fyrir aftan þig, ofan á þér, standandi, á gólfinu, o.s.frv.).
Það fyrsta sem þú gerir til varnar gegn head lock er að reyna að hindra að hann nái að grípa höndum sínum saman. Þú verður að læra að þekkja það þegar hann er rétt í þann veginn að gera þetta.
Ef hann nær höndum sínum saman, þá er það næsta sem þú gerir, sama í hvaða stöðu þið eruð, að búa til bil á milli hökunnar þinnar og bringu, þ.e.a.s. að fara í öfuga átt við það sem hann er að gera með því að hreyfa efri líkaman á þér. Ef að hann er til dæmis á bakinu og þú ofan á honum þegar hann reynir head lock, þá verður þú að lifta mjömunum upp til að minnka álagið á hálsinn.
Ef hann var standandi fyrir aftan þig, geturðu reynt að beygja þig niður, stíga fyrir aftan hann, grípa í lappirnar á honum fyrir aftan hné og kippa þeim undan honum svo hann detti og sleppi takinu.
Ef þið voruð í gólfinu er gott plan að reyna að komast ofan á hann og ýta fast með báðum höndum á hálsinn á honum. Honum mun finnast það svo óþægilegt að hann sleppur takinu.
Tvö dæmi um head lock á gólfinu:
1. Hann er ofan á þér og til hliðar (side mount (í raun og veru kesa-gatame, eða scarf hold, án þess að grípa í hönd heldur báðar hendur fyrir aftan háls)). Hérna verður þú að reyna að komast ofan á hann. Þú getur t.d. reynt að krækja í löppina á honum með þinni til að draga þig aftan á hann og fara svo ofan á hann. Þú getur líka reynt að snúa þér á hnéin, fara aftan á hann og svo ofan á hann. Þú getur líka reynt að nota báðar hendur til að ýta andliti hans í burtu og fleygja síðan löppinni þinni yfir haus hans til að ýta því í burtu.
Þegar þú ert kominn ofan á hann, setur þú báðar hendur á háls og ýtir honum frá þér þangað til hann sleppir. Núna ert þú í mun betri stöðu en hann. Þú þarft líka að vera afslappaður allan tíman í head locknum, svo að þegar þú ert sloppinn, þá er hann þreyttur en ekki þú, og þú ofan á honum.
2. Ef þú ert ofan á honum og til hliðar (svokallað side-mount) og hann hefur þig í head lock, liggjandi á bakinu, þá getur þú gert þetta til að losa: Til að byrja með, ekki láta hann læsa höndm sínum saman. En ef það gerist þá þarft þú að nota báðar hendur þínar svona: Höndin þín sem er nær haus hans fer undir hausinn hans og þú grípur í handakrikann fjær til að ná gripi. Þú ferð eins djúpt undir haus hans (fyrir aftan háls) og þú getur, svo djúpt að upphandleggurinn þinn kremur og ýtir andliti hans til hliðar. Hin höndin grípur í buxur hans hjá mjöðminni, nær þér til að hindra hann í að hringsóla með þér - því að nú munt þú ganga í hring í átt að hausnum hans og veita svo mikinn þrýsting á haus hans að honum mun finnast eins og að þú sért að ýta hausnum hans til hliðar og hreinlega af búknum. Hann mun annaðhvort gefast upp eða sleppa takinu og reyna eitthvað annað.
Vona að þetta hjálpi.
Svona brögð og pælingar er einmitt það sem við erum að gera í Brazilian Jiu Jitsu æfingunum okkar í Faxafeni 8. Hvað segirðu um að mæta í ókeypis prufutíma og sjá hvort að þetta sé eitthvað fyrir þig?
Kveðja,
Jón Gunna