Mér finnst persónulega að þú ættir að afla þér betri upplýsinga en þetta áður en þú ferð að spyrja svona spurninga.
Algengar spurningar um svona lagað er til dæmis:“ í taekwondo er bara sparkað, það er ekki raunhæft, af hverju má ekki grípa í hinn, ef þú lærir þetta ekki þá geturðu ekki lamið einhvern úti á götu…, má ekki brjóta né kasta hinum…”
boxari sem æfir box til að verja sig æfir ekki eins og boxari sem er keppnismaður, hann lærir hvernig á að verja sig gegn árásum úti á götu,hvernig hægt er að yfirbuga andstæðinginn á örskömmum tíma ekki á 12 lotum, hvar eru veikir punktar, allskonar bellibrögð, sem samsvara kannski ekki box-þjálfun.
taekwondo er ekki bara íþrótt þar sem tveir gaurar eiga að reyna að sparka í eitthvað sérstakt svæði á andstæðingnum til að skora stig og sigra, taekwondo snýst um svo miklu meira.
ég hef sjálfur skallað allnokkra á taekwondo æfingum og líka séð fólk skalla spýtur og slíkt.
Ekki trúi ég því að einhver taekwondo þjálfari ætli að segja að það sé bannað að skalla í taekwondo því það er alls ekki rétt.
Taekwondo er komið af kóreumönnum sem þurftu að læra að verja sig. og verja sig með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal hausnum ef þeir kusu.
Mér finnst það pirrandi að fólk skuli vera svona grunnhyggið og geti ekki skilið annað en það sem það sér:tveir gaurar í náttfötum að faðmast,sprikla og veina eins og stelpur."
þetta er það sem fólk sér í karate, júdó, taekwondo og mörgum öðrum bardagaíþróttum, en hefur einhver í raun rétt á að dæma án þess að þekkja?
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.