Fréttatilkynning frá Taekwondo Ísland heimasíðunni www.taekwondo.is
_____________________________

Íslandsmótið í kyorugi og poomse 27. apríl.

Lokabardagarnir í kyorugi verða sunnudaginn 27. apríl n.k. uppi í Í.R. húsi og byrja þeir á slaginu klukkan 10:00. Keppendur eiga að mæta eigi síðar en 09:30.

Hádegishlé verður klukkan 12:30 - 13:00

Poomse byrjar klukkan 13:00 og er lokaskráning á mótið fimmtudaginn 24. apríl. og lokagreiðsludagur fyrir mótið föstudaginn 25.apríl. Mótsgjaldið er 1.000 kr.

Skráningu skal senda til Þóru Kjarval á thorakjarval@lhi.is.

Keppnisfyrirkomulagið í poomse verður útsláttarkeppni og verður keppt í minior, junior og senior flokki (grænt belti og niður og blátt belti og upp).

Möguleiki er á að keppt verði í svartbeltaflokki.

Verðlaunaafhending fyrir bæði kyorogi og poomse verður haldin að lokum poomsekeppninnar.

Sökum röskunar á Íslandsmótinu í kyorugi sjáum við okkur ekki fært sökum tímaleysis að halda kyokpa þennan sama dag og höfum við því ákveðið að fresta þeim hluta Íslandsmótsins um óákveðinn tíma.

Vonumst til að sjá sem flesta 27. apríl hvort sem er til að keppa eða styðja sína menn.

Fyrir hönd Taekwondodeildar Í.R.
Ásthildur M. Jóhannsdóttir


http://www.taekwondo.is/