Æfingin er búin og hún var helvíti skemmtileg, sér í lagi sparring parturinn eins og oft vill vera. Kannski er ég svolítið skrýtinn en ég er alveg í skýjunum eftir að hafa látið Kára plata mig í guillotine choke yfir í triangle choke samsetningu. Kári, you bastard! :) j/k.
Þið sem eruð í júdó-i kannist kannski við það að það getur verið næstum því þægilegt að verða fyrir barðinu á vel framvæmdu bragði. Þá getur maður pælt í því á eftir hvaða mistök maður gerði.
Hér eru smá skilaboð til þeirra sem hafa prufað smá sparring hjá okkur og kannski ekki gengið svo vel: Ekki láta það hafa áhrif á ykkur. Þið eigið eftir að verða betri - og það miklu, miklu betri, því get ég lofað ykkur. Það er freistandi að hugsa að maður hafi tapað vegna þess að maður hafi bara ekki ráðið við styrk andstæðingsins en málið er að maður tapar glímu nær eingöngu vegna þess að maður gerði einhver mistök sem andstæðingurinn nýtti sér. Þegar maður er byrjandi gerir maður mikið af stórum mistökum. Síðan þegar maður er orðinn betri gerir maður stundum smá mistök. Ég lendi t.d. í guardinu hans Kára í sparring í dag og kom mér í ágætis stöðu með bakið upprétt en staðan mín var ekki fullkomin. Olnboginn minn var aðeins of mikið inn vegna þess að ég óttaðist handleggslás og var að reyna að opna guardið. Þessi litlu mistök mín voru nóg fyrir Kára til að ná mér í triangle choke (kyrkja mig með löppunum).
Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverri æfingu, sama hvort maður er byrjandi eða lengra kominn. Fyrir mér voru það hlutir eins og hversu vel guillotine virkar sem opening fyrir triangle þegar maður reynir að toga sig út úr guillotine, og sömuleiðis að maður þarf ekki endilega að fara með aðra hendina alveg út úr guard stöðunni til að lenda í triangle; maður setur sig í triangle hættu bara með að færa hendina aftur á bak án þess að vera með olnbogan svolítið út. Þá getur maður lent í triangle choke með aðra hendina alla út úr guardinu nema úlnliðinn. Frábært stuff!
Einnig datt mér ekki í hug að reyna “situp sweep” þegar ég hafði Kára í guardinu og Kári settist upp. Reyni það næst. Kári gerði það hins vegar við mig seinna og þó það hafi ekki virkað eitt og sér til að ná mér í mount, eyðlagði það “posture-ið” mitt nógu mikið að honum tókst að draga mig niður í side choke, minnir mig. Sem sárabót fyrir mig tókst mér að kremja Kára svolítið í smá stund frá nokkrum side mount stöðum. Var það og kærkomin stund. Annars ætla ég nú ekki að fara að leggja það í vana minn að birta glímuniðurstöður hér á huga, en kannski að þetta gefi smá hugmynd um hvað er í gangi hjá okkur í Faxafeni.
Það er svo planið að hafa ekkert hlé á æfingum nema kannski í mesta lagi örlítið í ágúst og þá verður það auglýst með fyrirvara.
Sjáumst á þriðjudaginn.
Jón Gunnar.