Vonbrigði
Ég hef æft júdó í 4-5 ár. Ég byrjaði þegar ég var í 2.bekk. Ég mátti nota júdóið til sjálfsvarnar og gerði það ef einhver réðst á mig eða stríddi mér. Ég fór á nokkur mót og vann öll nema 1 mót þá fékk ég silfurverðlaun. Ég fór á afmælismót í Reykjavík og þar fór illa fyrir mér þar sem ég datt úr keppni vegna meiðsla. Við vorum búin að keyra langa leið alveg að norðan og mig hlakkaði svo til og ætlaði mér að vinna. Það sem gerðist var að þegar ég byrjaði í bardaga 1 var náunginn 2 árum eldri en ég og miklu stærri og sterkari og ég bara ætlaði í hann en þá tók hann mig hálstaki og skellti mér á gólfið og áður en ég vissi var ég viðbeinsbrotinn og mátti ekki vera í júdó í 2 mánuði. Slysið varð ekki til þess að ég hætti nei!! heldur efldi það mig. En í dag er ég óheppinn því júdóið er ekki lengur heldur er það bara fyrir fullorðna sem sökkar þótt ég sé 14 ára má ég ekki æfa. Það veldur mér vonbrigðum.