Ég held að þetta bragð hljóti að teljast til svokallaðra “distraction” bragða, eða “dirty tricks” eða eitthvað þessháttar. Málið er að að sjálfsögðu er hægt að gera svona hluti í gólfglímu eins og í MMA en þetta gerir yfirleitt ekki annað en að fá viðbrögð - þetta fær reynda gólfglímu menn í MMA sjaldnast til að gefast upp, þó þau geti leitt til annarra góðra hluta.
Svo getur maðurinn í topp stöðunni notað svona trikk líka, ekki bara sá sem er á botninum og þar að auki getur topp maðurinn framkvæmt miklu þyngri högg jafnvel þótt hann sé léttari einstaklingurinn. Ég held við verðum að taka fyrir hvernig á að sleppa frá “chin to they eye” á næstu æfingu, ásamt því hvernig á að sleppa frá manni sem ræðst á þig með banana. Munið að taka byssurnar með ykkur.
Sorry Khan, í fyrsta lagi var ég ekki að taka eftir því hver skrifaði þetta (ég hélt að þetta væri byrjandi með st. question og ákvað að jóka í honum). Ég veit að það þarf ekki að bollalengja svona hluti fyrir þér. Í öðru lagi, ja, þá var þetta bara svona Reykvískur aulahúmor :)