Ég og Salvar ætlum að hafa BJJ æfingu á morgun og það er opið hús fyrir hvern sem er til að mæta. Ég veit að Khan og fleiri ætluðu að mæta ef þeir gætu. Á þessarri fyrstu æfingu verður farið í að æfa (létt) nokkrar af þeim BJJ brögðum sem hafa virkað oftast í keppnum eins og UFC. Ég vil taka það fram að við höfum enn engan kennara í þessu, aðeins áhugasamt fólk með bækur spólur og kannski reynslu í einhverju eins og júdo. Við stefnu á að bæta þetta með því að verða betri sjálfir og fá kennararéttindi utan frá, eða fá kennara til landsins. Hið fyrra er líklegra býst ég við, því þá þarf enginn að flytja til Íslands :)
Æfingin verður haldin klukkan hálf átta (19:30) í Aikido salnum í Faxafeni 8 (Hnefaleikafélag Reykjavíkur er í sama húsi). Fyrir þá sem eru ekki viss, þá er þetta húsið rétt hjá Kaffi Mílanó með bodybuilder myndunum utan á (það er slík verslun í þessu húsi). Það er gengið inn bakdyrameginn.
Ég vonast til að sjá einhverja af ykkur þá!