Fráááábært!! Takk fyrir svarið.
Khan: Þetta með BJJ og nefin átti kannski að virka meira sem extra auglýsing heldur en algildur sannleikur :) . Hins vegar tóku BJJ menn aðra í nefið þegar UFC var að byrja og fyrir þann tíma. Eftir það breyttust málin þegar aðrir fóru að læra BJJ líka og groundfighting. Ég er nú samt á því að það allir stílar hafi góða hluti í sér. Muay Thai og freestyle wrestling hafa til dæmis sýnt góða hluti í UFC (þó ég viðurkenni líka að slíkir bardagar sýni ekki endilega allan sannleikann). Ég á allan bardagann á milli Royce og Yoshida á .mpg formatti. Mér fannst Yoshida standa sig mjög vel. Verst með að dómarinn stoppaði bardagann of fljótt. Það er svolítið erfitt að segja hver hefði unnið ef hann hefði fengið að halda áfram.
Við þurfum bara að finna einhvern stað með smá gólfpláss (þarf ekki mikið, alla vegna fyrir gólfglímu) og tíma. Í fljótu bragði sé ég fram á að komast til dæmis alltaf í hádeginu á milli 12 og eitt. Aðrir tímar koma líka til greina.
Hversu góður er ég? Í hverju? Ég er með gula beltið í Júdó, svo að ég er sennilega allt í lagi í gólfglímu og að ná mönnum niður á gólfið sem eru byrjendur. Ég er 27 ára gamall. Ég er að ná mér eftir krossbanda meiðsli og get ekki gert neitt af hörku fyrr en eftir 4+ mánuði. Hins vegar hef ég heyrt að BJJ tímar ættu að byrja rólega og jafnvel ekki að sparra neitt fyrstu vikurnar eða jafnvel í mánuð. Mér finnst að við ættum hver fyrir sig að ákveða hvað við treystum okkur í. Eftir einhvern tíma væri ég auðvitað til í hörku glímur og sparring, jafnvel standandi líka, þó að þar þyrftum við betri aðstöðu og búnað en fyrirfinnst heima hjá einhverjum.
Það er búið að vera hobbí hjá mér seinustu 2 ár að stúdera BJJ, vale tudo, júdó, wrestling, box, muay thai og bardagalistir. Ég hef prufað þetta japanska jiu jitsu sem er kennt hérlendis en hætti í því eftir ár og fór í júdó. Síðan meiddist ég eftir að hafa fengið gula beltið og hef verið að stúdera BJJ tækni eftir bókum og vídeóspólum.
Án þess að hljóma of öruggur með mig, þá þekki ég engann sem veit eins mikið um BJJ og sjálfan mig, þ.e. tæknina (þó ég hafi ekki æft þetta) og er ekki viss um að það séu margir sem viti meira um BJJ tækni en ég. Ég væri vel til í að hitta slíkt fólk. Ég veit að það eru einhverjir hérna á huga sem hafa líka áhuga á þessu og að þetta er rétta fólkið til að leita til. Þess vegna sendi ég þennan póst.
Ég sagði eftirfarandi í öðrum pósti en það er best að ég segi það aftur. Það efni sem ég á og myndi vilja æfa er:
- Fyrstu þrjár BJJ vídeóspólurnar með Joe Moreira (kennari Roy Harris, sem er einn besti BJJ kennari í heiminum). Þetta tekur fyrir allt fyrsta beltið (hvíta) og helminginn af því næsta (bláa).
- The Fighter's Notebook. Gríðarlega þykk og “complete” bók með öllum helstu (yfir 800) brögunum sem hafa virkað aftur og aftur í vale tudo. Það er ekki til bók með meira efni en þessi. Þessi bók er númer eitt af því sem ég á, að mínu mati.
- Freestyle wrestling takedowns með Mark Kerr. 2 fyrstu spólurnar. Einn sá svakalegasti wrestler sem sést hefur í UFC, þangað til hann tapaði fyrir Kickboxernum Igor Vovchanskin og ferillinn fór á niðurleið.
- Winning wresling moves. Meiriháttar og mjög stór bók með öllum helstu wrestling brögðum sem til eru. Kannski besta bók sem til er af sinni gerð. Ég get ekki mælt nógu vel með þessarri.
- Júdó masterclass bækur (what can I say, ég er MMA safnari). T.d. Uchimata, Tai-otoshi, Osoto-gari, Grips, Shime-waza, Harai-goshi, Ashi-waza.
Eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Við höfum ekki tíma til að æfa þetta allt en ég er búinn að búa til basic prógramm sem er mjög svipað Rickson Gracie's blue belt requirements prógramminu til að byrja á. Það er aðeins meira farið í vale tudo en hjá Rickson. Allir þessir BJJ gaurar eru með mjög svipuð brögð og prógrömm sem þeir kenna byrjendum. Ég er með alla þessa tækni á hreinu og öll smáatriði sem þau innihalda.
Ég er til í að byrja á morgun klukkan 12 um hádegið til eitt. Ég er ekki viss um að það gangi fyrir ykkur, svo að látið mig endilega vita hvenær þið komist svo við getum sync-að okkur.
p.s. Ég veit að menn eins og geysus væru til í þetta. geysus er í skóla og er að jafna sig eftir meiðsl svo að hann gæti talið að hann hefði ekki tíma. Ég er einstaklega upptekinn sjálfur og meiddur en ég ætla ekki að láta það stoppa mig. Þetta er spurning um að gefa sér tíma. Við þurfum heldur ekki að byrja á því að æfa á hverjum degi, heldur bara að hittast. Hins vegar vil ég helst ekki að þetta endi eins og seinasta MMA æfingin sem ég heyrði um hér á huga, þ.e.a.s. ein góð æfing og svo ekkert meir. Eins og þið kannski heyrið, þá langar mig að fara í þetta af alvöru.