Á einhver Vale Tudo spólurnar með Mario Sperry?
Ef svo er, þá hef ég nokkrar tæknilegar spurningar um einn lás sem hann er að kenna þar. Endilega gefðu þig fram! :) Ég á sjálfur bækur eins og The Fighter's Notebook, Winning Wrestling Moves, margar af Judo Masterclass bókunum, fyrstu 3 bjj vídeóspólurnar með Joe Moreira og fyrstu 2 Takedown spólurnar með Mark Kerr. Ef einhver á Sperry spólurnar þá er ég til í að deila því sem ég á. Nú ef ekki, hver veit nema ég sé til í að deila því samt sem áður. Mig vantar eiginlega nokkra félaga til að æfa þetta með (í bílskúr eða eitthvað þessháttar).