Grein fengin frá Taekwondo Ísland www.taekwondo.is. Ég mæli með að fólk sem ekki tekur þátt í mótinu ættu að kíkja.
________________________
Vormót Fjölnis 2003
Á laugardeginum hefst barnamótið og er keppni í Poomse (tækniæfingum) kl. 10.00. Keppt er í eftirfarandi flokkum: flokkur 1 10.-9. geup. 2. flokkur 8.-7. geup. 3. flokkur 6.-5. geup og svo 4. flokkur 4. geup og yfir. Allir fá medalíu fyrir þátttöku og sigurvegari fær bikar. 1sta sæti gefur 5 stig, 2. 4 stig 3. 3 stig 4. 2 stig og loks 5. 1 stig. Sama stigakerfi er í Kyrougi (Sparring/bardagi) og fær stigahæsti keppandinn í samanlögðu verðlaun sem keppandi mótsins. Verð í Poomsekeppnina er 500 kr.
Kyrougi keppnin hefst svo kl. 11.00. Skipt er í fjóra þyngdarflokka á mótstað, stelpur og strákar saman. Ástæða þess að þyngdartakmark er ekki gefið upp er sú að það hefur borið á því að krakkarnir hafa reynt að létta sig fyrir mót til að vera í léttari flokkum en það er nátttúrulega ekki sniðugt ef um er að ræða 7-8 ára krakka. Hver bardagi er 2x1 mín með 30 sek. hvíld á milli. Verð 1.500 kr.
Samanlögð stig úr báðum greinum eru reiknuð út til að fá sigurvegarann, ef um jafntefli er að ræða (þ.e. jafnmörg stig) er bráðabani milli þeirra keppenda. Bráðabaninn fer eftir stærð keppenda, annaðhvort er keppt í Poomse, Kyrougi eða Kjokpa (brot) eða jafnvel öllu. Þannig að ef tveir jafnþungir 12 ára strákar með rautt belti eru jafnir er Kjorúgí og þá Kjokpa ef þarf með. Ef 25 kg stelpa með gula beltið og einn af stóru strákunum eru jöfn að stigum er keppt í Poomse.
Á sunnudeginum byrjar fullorðinsmótið og keppni í Poomse kl. 10.00. Keppendur gera Taegeuk eða Yu dan Ja Poomse (svartbeltingar) að eigin vali. Keppt er í tveimur flokkum: 10. -5. geup og 4. geup og yfir. 1sta sæti gefur 5 stig, 2. 4 stig 3. 3 stig 4. 2 stig og loks 5. 1 stig. Sama stigakerfi er í Kyrougi og fær stigahæsti keppandinn í samanlögðu verðlaun sem keppandi mótsins. Verð í Poomsekeppnina er 500 kr.
Kyrougi keppnin hefst svo kl. 11.00. Skipt er í jafna þyngdarflokka á mótstað. Hver bardagi er 2x2 mín með 30 sek. hvíld á milli. Keppt er í minior, 13-14 ára, junior 15-17 ára og senior 18 ára og eldri. Verð 1.500 kr.
Athygli er vakin á því að þetta er æfingamót og er því leyfilegt að vera með hlífar á ristum. Gómur er ekki skylda, en mótsstjórn ber enga ábyrgð á slysum í bardaga. Keppendur sjá sjálfir um að koma með nauðsynlegar hlífar.
kveðja Sigursteinn