Grein fengin frá Taekwondo Ísland www.taekwondo.is
______________________________
Poomse með á Norðurlandamótinu
Samþykkt var á fundi Norðurlandaráðsins, sem haldið var 27. febrúar í Aþenu, Grikklandi, að taka inn Poomse (tækniform) sem hluta af Norðurlandamótinu. Formaður TKÍ, Snorri Hjaltason, var viðstaddur fundinn. Þessi tillaga var borinn upp á fundi Norðurlandaráðsins í Stokkhólmi, í janúar síðastliðnum, þar sem Kjartan Sigurðsson ásamt undirrituðum voru fulltrúar fyrir TKÍ.
Finnland mun halda Norðurlandamótið 2004, og er undirbúningur fyrir það í fullum gangi nú þegar. Þetta verður í fyrsta skipti sem mótið verður haldið yfir tvo daga, þ.e.a.s. laugardag og sunnudag. Poomse annan daginn og Kyorugi (bardaga) hinn. Þetta er breyting til hið betra, og væri gaman að sjá einhverja mæta frá Íslandi á Poomse mótið líka.
Kveðja
Erlingur Jónsson
Upplýsingafulltrúi TKÍ
taekwondo.is