IMO á ríkið að vera með sem minnst ítök, það ver eignarrétt og fleira. Réttur og frelsi hvers og eins hlýtur að skorðast við frelsi annarra, ekki skoðanir þeirra. Það er ekki hægt að banna hluti af því að það særir blygðunarkennd einhvers eða skýtur skökku við það sem hann telur vera rétt (ef þér langar ekki að sjá það, ekki horfa).
Þú tókst mjög öfgakennt dæmi, en er það svo frábrugðið frá því að reykja t.d.? Það tekur lengri tíma að drepa sig með sígarettum en hnífum, en þú veist að þetta drepur þig, ríkisvaldið veit það, en á þá að banna það til að verja einstaklinga? Á að svipta fólkið því vali að megja reykja ef þeir vilja af því það er skaðlegt heilsu þeirra og þjónar engum tilgangi nema veita skammtíma nautn?
Ég reykji ekki og er á móti reykingum, en ég ætlast ekki til að ríkisvaldið banni reykingar (og er á móti ofursköttum og skerðingu málfrelsisins þegar kemur að tóbaki) bara af því ég er á móti þessu og þetta særir mína blygðunarkennd.
“Ég er sammála því að ríkisvaldið eigi ekki að banna ákveðnar bardagaíþróttir fyrirfram.”
Er ég að skilja þig rétt að þú sért samþykk því að banna bardagaíþróttir ef þér finnst þær vera of “brutal”?
Ég geri mér grein fyrir að samfélag eins og ég er að tala um (þar sem allir “fórnarlambslausir” glæpir eru ekki glæpir) er svo gott sem ómögulegt að ná fram, en mér fyndist gott að geta komist sem næst því, og minnka haftir og bönn sem mest.