Í Stjörnunni í Garðabæ hafa verið haldnar kynningaræfingar í Taekwondo. Nú þegar hafa þær verið þrjár talsins og hefur aðsókn verið vonum framar. Að sögn Sigursteins Snorrasonar, voru rúmlega 50 krakkar á síðustu æfingunni sem fram fór í gær, og þurfti hann að skipta þeim niður í tvo hópa. Æfingarnar fóru vel fram og var áhugi mikill í hópnum, sem telur börn á aldrinum frá 7-12 ára, enda er Taekwondo nýtt í Garðabæ.
Æfingar eru kl 19:00 - 19:50 (hópur 1), og 19:50 - 20:40 (hópur 2), á þriðjudögum og föstudögum.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Sigursteini Snorrasyni í emaili: winstone@islandia.is.
***Frétt frá www.taekwondo.is***