Kannski er kominn tími á að tala um það sem hefur verið sannað að virki vel í staðinn fyrir að tala um það sem virkar teórískt séð:
Ef þú vilt stunda eitthvað sem virkar vel í sjálfsvörn þá skaltu… Hmmm, allt getur í raun virkað í sjálfsvörn, það fer svolítið eftir aðstæðum, heppni og öðru. En í Bandaríkjunum, Brasilíu og fleiri löndum hafa verið haldnar keppnir til að komast að því hvernig hinar og þessar bardagalistir virka í raun og veru. Sú frægasta heitir Ultimate Fighting Championships (UFC) og snýst um það að bardagamenn og öllum mögulegum og ómögulegum listum keppa á móti hvorum öðrum, allt er leyfilegt og sá sem gefst upp tapar.
Reyndar hefur þetta breyst svolítið á undaförnum árum - minna er leyfilegt og menn keppa ekki lengur undir ákveðinni bardagalist heldur kalla þetta MMA (Mixed Martial Arts). Þeir sem æfa í Brazilian Jiu Jitsu og fáu öðru eru stundum nógu stoltir af list sinni til að kalla hana það sem hún er en ekki MMA.
Það sem kom í ljós þegar þessi keppni var fyrst haldin, var það að þeir einu sem gátu eitthvað slegist í alvörunni, voru þeir sem kunnu eitthvað í gólfglímu (eins og Brazilian Jiu Jitsu og Júdó) og/eða þeir sem höfðu reynslu í að keppa og æfa á móti mönnum sem tóku á á móti. Menn sem höfðu æft japanskt jiu jitsu, eins og kennt er í Ármanni (www.sjalfsvorn.is) og akido og þessháttar, voru einfaldlega ekki búnir að æfa neitt á móti mönnum sem spyrntu á móti og skíttöpuðu. Ég hef prófað japanskt jiu jitsu og það eina sem mér fannst gott í því voru mestu fantabrögðin eins og að pota þumalfingrinum í framhandlegg andstæðingsins eða klípa í holdið undir handleggjunum. Hin brögðin eru oft á tíðum bara djók sem þú getur ekki látið virka nema á móti aumingjum. Ég fór síðan yfir í júdó og komst að því að jiu-jitu-ið sem ég hafði lært virkaði ekki rassgat á móti júdó gaurunum. Og ekki rugla saman japönsku og brasilísku jiu jitsu. Það seinna virkar betur í alvörunni og er miklu meira gólfglíma. Júdó er um það bil 50% gólfglíma hérlendis sem er mjög gott mál. Þú þarft að kunna standup líka.
Þess vegna myndi ég mæla með júdó, Muay Thai, boxi eða Karate (í þessari röð), sem eru þær bardagalistir hérlendis sem menn streitast á móti. Ég set júdó fremst vegna þess að það eru fleiri sem stunda hana hérlendis en Muay Thai. Það að þú sért bestur í sporti sem aðeins 2 stunda segir ekki mikið, ef þú skilur hvað ég á við. Ég myndi segja að Muay Thai væri almennt betra en boxið vegna þess að fleira er leyfilegt og kné og spörk er eitthvað sem boxarar ráða illa við. Það er líka mesta furða hvað Karate gaurar geta verið góðir á götunni þótt margir haldi annað. Málið er að þeir eru yfirleitt í góðu formi og keppa - þess vegna get ég mælt með því.
Ég veit til þess að einhverjir hérlendis hafa tekið sig saman og fiktað eitthvað í bjj og það er ekkert nema gott um það að segja. Ég hefði áhuga á að taka þátt í þessu sjálfur einn daginn. En þangað til ætla ég að vera í júdói, þar sem ég veit að ég fæ að glíma gegn virkilega góðum andstæðingum. Ef mér gengur vel gegn þeim, ætti ég að vera í betri málum en ella á götunni.
Ef þú vilt geta gert flott brögð en ekki varið þig, veldu þá eitthvað annað. Einföldu brögðin virka, gleymdu flestu hinu.