Sæll Donald, til hamingju með þessa ákvörðun. 27 ára er fínn aldur til að byrja.
Í Karatefélagi Reykjavíkur er kennt Okinawan Goju-Ryu og þeir gera það vel.
Þórshamar kennir shotokan karate og þeir gera það vel líka.
Bæði þessi félög (og systurfélög þeirra sem ég nenni ekki telja upp, en eru öll einhvern veginn tengd öðru hvoru félaginu og kenna þá annaðhvorn stílinn) eru mjög virk og fá reglulega fína kennara að utan.
Ég ráðlegg þér að mæta hjá báðum félögum (þú ert kannski að æfa hjá öðru þeirra nú þegar) og segja þjálfaranum hvað þú ert að spá og hvort þú megir ekki vera með eða horfa á. Sumum finnst best að taka sénsinn á að æfa einn stíl í nokkra mánuði, fá smá tilfinningun fyrir þessu og skoða svo markaðinn..
Hvað varðar mun á milli karate stíla þá er hann heilmikill. Karatestílar eru alls ekki “allir eins”. Besta leiðin til að komast að muninum er að kynna sér það sjálfur. Mæta og fá að horfa á eða æfa með. Ekki taka mark á okkur vitleysingunum hérna á netinu. “Go to the source” eins og einhver sagði.
Ég er búinn að segja þér mína skoðun á þessum tveimur stílum, en ef þú færir að skoða sjálfur þá þætti þér kannski báðir stílarnir sökka ;)
Eins með TKD, júdó og allt hitt.. Kíktu á æfingu og skoðaðu.. kíktu á mótin..