Nú hef ég á gamals aldri (27) tekið upp á því að æfa karate. Ég hef verið að lesa mér lítillega til um þetta sport og mismun á hinum ýmsu stílum karate og einnig á karate og öðrum greinum líkt og TKD. Mig langar til að spyrja þá sem reyndari eru út í muninn á þessu. Er einhver raunverulegur munur á Shotokan og Goju Ryu eða Wade Ryu? Hvað segja menn um það?
Hvernig upplifa menn svo muninn á karate og öðrum bardagagreinum?
Mér þætti líka gaman að heyra um reynslu annarra sem hafa tekið upp á að æfa þetta svona seint? Ég er varla eini vitleysingurinn sem sný mér að þessu hart nærri þrítugu!