Heyheyhey drengir mínir…..ég verð að segja að mér finnst umræðan vera komin aðeins útfyrir mörk vingjarnlegra skoðanaskipta. Þó svo að Orrmundur sé kannski aðeins of mikið undir áhrifum frá Kung Fu hæpinu þá er alveg óþarfi að hæðast að drengnum. Ég hálfsé eftir því að hafa svarað honum, ég er bara orðinn þreyttur á að sjá hversu margir halda ennþá að kínverjar hafi náð einhverjum hæstu hæðum í að reyna að verja hendur sínar.
Murth, það er nokkuð til í því sem að þú ert að segja en hvernig þú setur það fram vinnur engann yfir á þitt band.
Orrmundur: Þú segist einnig hafa mikla trú á Jeet Kune Do, þú veist kannski ekki alveg hvað JKD er. JKD er í rauninni bara kínverska útgáfan af MMA, eða eins og Bruce Lee sagði, þín leið er ekki mín leið.
JKD var mjöööög gagnrýnin á hina hefðbundnu Kung Fu stíla, þar á meðal Shaolin, enda stúderaði Bruce Lee mikið af hlutum sem að aldrei höfðu fyrirfundist í Kung Fu fyrr.
Og ég segi það enn og aftur, hinir sérstöku hæfileikar Shaolin munkanna til að brjóta steypuklumpa, ganga á sverðum og láta stinga sig með spjótum hafa engin áhrif á getu þeirra sem bardagamanna. Ég sá konu í Guinness World Records á skjá einum háma í sig glerbrot af bestu list, ganga á þeim og hoppa upp og niður. Þessir hæfileikar eru að mörgu leyti athyglisverðir en margt fólk lærir svona hluti, t.d að ganga á heitum kolum án þess að hafa hundsvit á bardagalistum. Þessir tveir hlutir eru alveg aðskildir að mínu mati.