Nei það er ekki mikið af lurkum að æfa hjá okkur, þótt þeir séu velkomnir eins og allt annað fólk. (sem er ekki með neitt á sakaskrá fyrir ofbeldi eða ofbeldistengd afbrot)
Ég er að kenna Jiu Jitsu í Faxafeni 8 og það er einnig kennt í ÍR heimilinu.
Það sem er best fyrir þig að gera er að mæta í tíma og sjá hvernig þú fílar þetta. Kerfið sem við kennum eftir er töluvert frábrugðið Brasilísku J.J. að því leiti að aðaláherslan er ekki lögð á gólfglímu, heldur er reynt að fara yfir allar fjarlægðir. Jiu Jitsu. Í fyrstu beltunum eru t.d. kenndar aðferðir við að losna úr kyrkingum, það eru kennd köst og svo farið beint í lása úr þeim, það er farið aðeins í atemi punkta (pressure points), það er kennt að kýla, það eru kennd basic spörkin s.s. front kick, side kick, roundhouse, back kick o.fl. það eru líka kenndar Kötur (kata) kyrkinga kata, lásakötur í gólfi (sýnt með árásaraðila).
Það sem mér fynnst best og skemmtilegast við þetta kerfi er hversu fjölbreytt það er og opið fyrir öllu sem virkar.
En endilega kíktu í prufutíma, það kostar ekkert, annaðhvort í ÍR eða Faxafeni 8. Allar upplýsingar um tíma eru á www.sjalfsvorn.is
Bjadni
www.sjalfsvorn.is