Ef þú vilt fræðast um aikido get ég bent þér á ýmislegt lesefni á netinu.
Fyrst skal telja heimasíðu Aikikai Reykjavík sem er
http://here.is/aikikaiÞar eru upplýsingar um hvar aikido er æft á Íslandi, hvað það kostar og allar praktískar upplýsingar. Einnig má þar finna lesefni um upphaf aikido og megininnihald, gráður og tilgang.
Kjartan Clausen heldur uppi einum besta vefnum um aikido á netinu á http:www.aikidofaq.com
Þar er nánast allt sem þú þarft vita um aikido til að fá grunnhugmynd um hvað listin snýst.
Í þriðja lagi er svo bara langsniðugast að kíkja á æfingu hjá Aikikai Reykjavík, horfa á og spyrja um það sem þú þarft vita. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér þar og öllum spurningum svarað af kostgæfni. Húsnæði félagsins er á annarri hæð í Faxafeni 8, gengið inn Miklubrautarmegin. Kort yfir staðsetninguna má finna á here.is/aikikai og einnig töflu yfir æfingatíma.
obsidian