Það er ekkert að gerast hér á huga… Hvernig er það. Er einhver að stunda BJJ hér á Íslandi? Er Einhver sem er að spá í að stofna félag um þetta og fá þjálfara til landsins? Er einhver íslendingur með þjálfararéttindi?
Það er hverki hægt að æfa BJJ á íslandi og ég er svo ég viti sá eini á landinu sem hefur æft það. Fór til USA í 3 mánuði og æfði hjá Chris Brennan 3x á dag. Það var reyndar No-Gi BJJ (líkist heldur Submission Wrestling en þetta var samt BJJ). Ég veit að ég væri fljótur að stökkva á það tækifæri a æfa hjá góðum BJJ gaur, en ég veit að flestir góðir eru brasilíubúar að augljósum ástæðum og þeir eru oftast á heitum stöðum (þess vegna er allt TROÐfullt af BJJ í californiu t.d.) plús að BJJ er frekar dýrt sport miða við aðrar íþróttir, t.d. kostar um 100$ að æfa í venjulegi gym í USA og um 350$ á mánuði að æfa með Renzo Gracie í New York.
Mér fyndist FRÁBÆRT ef það væri hægt að fá góðan þjálfara til landsins, er viss um að það væri þó nokkur áhugi fyrir því, vandamálið er samt sem áður en þeir myndu græða mun meiri pening á öðrum stöðum í heiminum.
Btw fyrir þá sem ekki vita er BJJ notað sem skammstöfum fyrir “Brazilian Jiu Jitsu” þar sem það er frekar óþjált að skrifa það oft í setningu :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..