Þetta var e-r kóresk bardagalist sem ég man ekki hvað hét, það var sagt í þættinum, en ég hafði ekki heyrt það áður. Það voru tvö orð og endingin do eins og í taekwondo. Hann var líka með kóreskt letur á galluanum, ég tók eftir tákninu fyrir do. Mér fannst þetta samt vera voðalega amerískt hjá þeim :) það er slatti af e-u svona rugl bardagalistaskólum, eins og þessi Richard Sandrake eða hvað sem hann heitir. Allaveganna er ég nokkuð viss um að þetta var kóreskt, þetta gæti hafa verið það sama og ég sá einu sinni á Natural Geographic, það var kóresk bardagalist þar sem gaur fór í e-n trans og lét brjóta steina á maganum á sér þegar hann lá á bekk og þau lærðu að grípa örvar og þannig :)